Velkomin á blogg um sögu Álftaness

Velkomin á blogg um sögu Álftaness. Á næstunni mun hefjast vinna við endurútgáfu Álftaness sögu, sem út kom árið 1996 og ætlunin er ennfremur að auka við söguna enda margt gerst í sveitarfélaginu frá því bókin kom út, samfélagið í örum vexti og íbúar vel virkir og áhugasamir um uppbyggingu samfélagsins okkar. Sagnaritari, Anna Ólafsdóttir Björnsson, mun hafa umsjón með þessu bloggi ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum og ritnefndarfólki eftir því sem málin þróast. Eðli bloggs er að vera síkvikt og virkt og svo verður vonandi um bloggið okkar. Við munum einnig reyna að birta myndir og upplýsingar um sögu nessins eftir því sem þurfa þykir. Fyrsta myndin sem við birtum er mynd sem mér áskotnaðist nýlega og mun vera frá Mölshúsum. 

Frá Mölshúsum


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju síðunna...

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Blátúnsfólkið

Takk, takk. Gaman að þessu. Hlakka til að koma þessu formlega í loftið.

Blátúnsfólkið, 30.1.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband